Friday, March 7, 2008

Sjónvarp og djamm

Well rólegt föstudagskvöld hérna í Danaveldi. Föstudagskvöldin eru eiginlega orðin róleg sjónvarpskvöld því það er bara of fyndið sjónvarpsefni hérna á föstudögum :) Kvöldið byrjar á X-factor sem er bara of vont sjónvarpsefni ég bara trúi því ekki að það sé ekki til hæfileikaríkara söngfólk hérna í Danmörku, allavegna einn sem heldur lagi come on, röddin hjá öllum þessum keppendum fer um víðan völl og bara með ólíkindum lélegt. Jæja eftir vondan söng tekur við annar hryllingur af öðrum toga sem kallast "Varm på Is". Dönum datt í hug að búa til hæfileikaþátt þar sem fólk sýnir listir sínar í listdansi á skautum!! sko við erum að tala um fólk sem kann ekki á skauta er tekið og sett í paradans með öðrum sem er vanur skautari ohh boy. Aumingjast fólkið er eins og beljur á svelli og það er ekkert ýkt að segja það. Þetta aumingjans fólk er látið taka stökk og snúa sér í hringi og allur pakkinn sko, en málið er að stökkin eru svo hæg og fólki nær kannski að hoppa svona 2 cm uppí loftið, rétt bifast frá svellinu og það er bara of fyndið. Allir snúingar eru eins og þeir séu sýnir hægt. Maður sér betur núna hvað þetta pro fólk er sjúklega gott eftir að hafa horft á þennan horror. Allavegana þá er magna að opna hvítvín á föstudögum og horfa þetta skemmtiefni vantar eiginlega bara Þórhildi til að gera grín að þessu með mér.
Annars var seinasta helgi allt annað en róleg hjá mér og sko ekki sjónvarpskvöld seinasta föstudagskvöld. Nokkrar fyrrverandi og núverandi LÍN skvísur hittust hérna í Köben og það var massívt stuð frá hádegi á föstudegi fram á sunnudagskvöld. Á föstudagskvöldinu var farið á massa kokteldjamm á einu frábærum bar sem ég fíla, selur 2 fyrir 1 af koktelum eftir klukkan 22 á kvöldin gerist hreinlega ekki betra. Strikið var gengið fram og til baka og svo var farið út að borða á laugardagskvöldinu og að sjálfsögðu fylgdi smá tjútt í kjölfarið. Eiginlega búið að vera hálf einmannalegt síða stuðgellurnar fóru aftur til Ísland en nóg að gera í skólanum svo það þýðir víst lítið að falla í eitthvað volæði. Annað kvöld er svo Gala Dinner hjá línunni minni í skólanum. Allir eiga að mæta í sínu allra fínasta pússi og það verður kvöldmatur þar sem nemendur á línunni koma saman ásamt kennurnum og fulltrúum frá sponserum línunar minnar og það eru engin smá fyrirtæki, stór fjármálafyrirtæki hérna í Danmörku svo það er eins gott að fara varlega í drykkjuna svona fram eftir kvöld. Skvísan búin að kaupa sér kjól í tilefni kvöldsins og alles og svo er stelpukvöld að fara byrja þar sem litun og plokkun verður framkvæmd, óæskileg hár fjálægð ásamt öðru tilfallandi fyrir stóra kvöldið

Har godt weekend min skats

P.s sorgarfréttir sönghópurinn VocaLoco var að detta út í X-factor, það verður svo sannarlega eftirsjá af þessu frábæra hæfileikafólki næstu föstudagskvöld en hópinn skipa 5 manneskjur sem er hver öðru falskari og ekki eru danshæfileikarnir meiri :s

Thursday, February 28, 2008

You know you've been in Denmark too long if...


Fann grúpu á facebook sem heitir "You know you've been in Denmark too long if..." þar eru svona ýmsir skemmtilegir puktar um Danmörku og hérna koma nokkrir sem ég kannast svooooo við hehe frekar skondið


You know you've been in Denmark too long if...

The first thing you do on entering a bank/post office/pharmacy etc. is to look for the queue number machine.

You accept that you will have to queue to take a queue number.

You know the meaning of life has something to do with the word "hyggelig"

You find yourself lighting candles when you have guests - even if it is brightly sunny outside and 20 degrees.

You find the idea walking across the street when the light is red unforgivable, even though there are no cars in sight and it's 3am in the morning!
(ég er svo dottin í þennan pakka, fer aldrei yfir götur fyrr en græni maðurinn er komin. Ef maður fer yfir götu á rauðuljósi þá fær maður þvílílkan svip að ég hætti að þora því hehe hér á maður að fara eftir reglunum það er alveg á hreinu)

You start setting up Dannebrog everywhere
(Danir elska fánann sinn og nota hvert tækifæri til að sýna hann, t.d í afmælum er allt morandi í Danska fánanum)

You have given up all hope of finding any logic in the pronunciation of the Danish language
(SO true)

You no longer notice the noxious gasses given off by the cheese in your fridge
(ok ég er reyndar ekki það langt komin að ég meiki þessa skötulykt af ostunum hérna, persónulega flyt ég inn í landið Skólaost með hverjum þeim sem kemur í heimsókn til mín frá Íslandi)

You buy a hot dog with a credit card

You find it normal that shops close earlier on weekends

You have an insurance on your bike

Thursday, February 21, 2008

Back to Köben again


Þá er ég komin aftur til Köben eftir óvænta viku ferð til Íslands. Ég var frekar svekt að fá ekkert óveður eða snjókomu meðan ég var á Íslandi, hefði svo verið til í að kúra undir teppi og horfa út á óveðrið en það varð ekki að ósk minni. Ég var varla farin af landinu þegar snjókoman byrjaði aftur svo að mér er ekki ætlað að sjá snjó þennan veturinn.
Annars er bara klikkað að gera í skólanum, bara endalaust próf og verkefni og ég er algjörlega að drukkna núna svo dagarnir snúast um lærdóm. Reyndar er mamma og nokkrar LÍN gellur að koma til Köben um þar næstu helgi og þá er nú planað að hafa það gaman og taka sér frí frá lærdómnum, maður getur alltaf fundið tíma til að hafa það smá gaman.
Ojá einar góðar fréttir sem fengum mig allt að því að fella tár.... Nouvelle Vague verður með tónleika hér í Köben í apríl og ég er að sjálfsögðu búin að kaupa miða vei vei vei get ekki beðið að sjá þau live og flytja "In a manner of Speaking" vissum að ég eigi eftir að falla í trans.
Well farin aftur í þrældóminn

Monday, February 4, 2008

Torsdagsbar


Skellti mér á Torsdagsbar í skólanum á fimmtudaginn, fór aldrei á hann á seinust önn þar sem ég var alltaf í skúlen snemma á föstudögum. En nú er stundataflan mín betri, engin skóli á föstudögum og því um að gera að skella sér á fimmtudagsbarinn. Skólabarinn í CBS heitir NEXUS og er hann opinn allan dagin svo að bjórþyrstir Danir geti nú svalað þorstanum. Svo á hverju fimmtudagskvöldi er haldið djamm á barnum og þar sem svo margir mæta að þá er hluti af skólanum líka opin og notaður undir tjúttið. Stuðið byrjar klukkan 4 og eins gott að mæta snemma til að fá borð því það verður troðið þarna. Ég var nú mætt klukkan 19 og þá var allt að fyllast enda happy hour í gangi og fékk maður 2 stóra bjóra fyrir 25DKK algjör snild!! Þegar líða fer á kvöldið er settar upp rosagræjur og diskóljós og á einu augabragði breytist skólinn minn í diskótek. Búið var að slökkva á gosbrunninum og tæma litla lækinn sem rennur í gegnum skólann ( aha það er svona tilbúin lækur sem rennur eftir miðjum skólanum) og úr varð þetta fína dansgólf og var fólkið ekki lengi að þeysast út á gólfið í sveittri sveiflu og svo er tjúttað frameftir nóttu.
Helgin var róleg enda djammið tekur út á fimmtudeginum. Á laugardaginn vaknaði ég snemma og skellti mér í brunch á Norðurbrú og svo var tekinn smá hringur í Jónshúsi og að sjálfsögðu var sjálfsalinn þar skoðaður og keyptur opal og appolo lakkrís :P Þegar maður var búin að fylla veskið af íslensku nammi var farið á frábæra hönnunarsýningu, rosalega flott og skemmtileg sýning með iðnhönnun fram til dagsins í dag. Nú eftir sýninguna var lítið annað að gera en að skella sér á Strikið og versla smá og varð pils og peysa núna fyrir barðinu á mér, ég verð að fara hætta þessu kaupæði svona áður en ég fer á hausinn!!
Annars er þemað mitt þessa dagana bara rólegheit og leti. Er svo löt að það hálfa væri nóg, bara nenni ekki að gera neitt og þar á meðal læra. Verð að fara taka mig á og massa þennan lærdóm enda er ég komin með ógeð á letinni í mér.. þetta hlýtur að koma fljótlega.

Saturday, January 26, 2008

Allt um ekkert


Þá er skólinn komin á fulla ferð aftur eftir jólafrí og allt á fullu í lærdómnum. Ekki mikið búið að gerast hérna í Köben síðan ég kom aftur, eiginlega bara týpiskur janúar sem er lengsti og leiðinlegasti mánuður ársins eða mér finnst það allavegna. Reyndar er veðrið hérna búið að vera ótrulega gott, enginn snjór ekki rigning bara blíða og svona 6-7 sitiga hiti sem er alveg ótrúlega fínt. Dagarnir líða bara einhvernvegin áfram án þess að nokkuð sérstakt gerist. Skólinn verður massífur eins og seinasta önn en núna verður meira af verkefnum og kynningum. Okkur var skipt í hópa og sem betur fer lenti ég í frábærum hóp, allt Danir nema ég nátturlega og þar af tveir sem eru frekar mikið klárir sem er gott mál því prófisorinn í þessu fagi er mjög strangur er sjálfur með doktorsgráðu frá Harvard svo kröfurnar eru ekki litlar hjá honum. Allavegna búin að skila inn einu verkefni og þá er bara að bíða og sjá hvort það falli í kramið.
Annars eyddi ég deginu í dag í bæjarferð, kíkti "aðeins" á útsölur og endað með að koma heim með 6 poka af dóti.... þetta var bara of freistandi :) Alltaf gaman að eyða smá peningum og versla, allavegna reddaði það helginni minni.
Ég er mikið að velta fyrir mér að fara í eitthvað gym, langar að byrja að hreyfa mig aftur. Búin að sjá fullt af áhugaverðum námskeiðum eins og Afró dans og Pilates en er hálf smeyk við að skrá mig þar sem danskan er ekki alveg komin hjá mér. Sé mig alveg í anda í trylltum afró dansi svo ekki í takt við hina og alltaf að gera tómt rugl því ég skil ekki leiðbeiningarnar, frekar neyðalegt, spurning að þora eða skella sér bara í ræktina.
Well farin að horfa á DVD keypti mér 6 myndir í dag svo nóg er af taka að horfa á.

Saturday, January 12, 2008

Komin aftur til Köben

Þá eru jólafríið búið og ég komin heim til Köben eftir Íslandsdvölina. Ég hafði það svo gott í afslöppun hjá mömmu og pabba enda var dekrað við mig. Mér leið eins og ég væri aftur komin á unglingsaldurinn, komin í gamla herbergið mitt og stjanað við mig eins og prinsessu. Reyndar náði ég því miður ekki að hitta alla og gera allt sem ég ætlaði að gera vegna ógeðis flensu sem að ég fékk. Ég náði nú samt einu góðu djammi sem var alveg nauðsynlegt. Djammaði þangað til mér var bókstaflega hent út af staðnum og þá hófst leigubílaleitin mikla, dem hvað ég var búin að gleyma þessu leigubílaveseni í Reykjavík enda rúm 5 ár síðan ég hef þurft að standa í þessu rugli. Leigubíll fannst að lokum og svo litli unglingurinn ég komst heim og læddist um til að vekja ekki foreldrana. Annars voru jólin bara yndisleg og allt of fljót að líða eins og alltaf. Núna er veruleikinn að skella aftur á, skólinn byrjar á mánudaginn og lærdómurinn byrjar á fullu. Geinilegt að það verður meira lært þessa önnina enda nauðsynlegt ef maður ætlar að massa námið, þetta blessaða nám er ekkert grín!! En annars er nú stefnan líka að taka íbúðina mína í gegn, gera hana fullkomna og klára þessi smáatrið sem ég átti eftir að klára þegar ég flutti hingað inn. Það er sem sagt komið í ljós að ég verð áfram í þessari íbúð svo þá er tilvalið að klára það svona í byrjun annar :)

Sunday, December 9, 2007

Dansandi Danir


Eitt af svo mörgu sem er framandi hérna í Danmörku er hverstu dansglaðir Danirnir eru. Hvert sem maður fer eða svona nánast :p sér maður dansandi fólk. Oftar en einu sinni hef ég séð stelpur vera dansa þegar þær máta skó svona án gríns í geggjaðir sveiflu í skónnum um að gera að prufa hverngi skórnir virka á dansgólfinu. Eins hef ég séð Danina dansandi í metró, strætó og bara úti á götu. Þetta er eitthvað sem maður mundi ekki sjá heima þar sem allir þurfa að drekka að minnsta kosti 5 bjóra til að komast í dansgírinn. Ég er nú ekki alveg komin í þennan dansgír og einhvernvegin efast ég um að það gerist.
Annað sem ég er ekki að ná hérna í Danmörku er endalaus þolinmæði að bíða í röð!! Úfff hvað ég væri til í brot af þessari þolinmæði, ég veit ekki hvað ég hef oft gengið út úr matvöruverlsun, banka og take away stöðum hérna því ég meika ekki raðirnar. Hérna er enginn að flýta sér við afgreiðslustörf það bara þekkist ekki meira að segja á MacDonalds er afgreiðslan hæg!! Reyndar hef ég mjög gaman að þessu en stundum fær maður nóg. Til dæmist þegar ég fór í bankann til að borga einn reikning, það voru 20 á undan mér og bara tveir gjaldkerar að afgreiða og þeim datt sko ekki í hug að flýta sér þrátt fyrir röðina, bara gerðu þetta í rólegheitum og spjölluðu við viðskiptavinina. Þarf varla að taka það fram að íslendingurinn í mér tók völdin og ég gekk út annað en danirnir sem stóðu pollrólegir og biðu eftir afgreiðslu. Vonandi næ ég einhvertíman þessari sálarró og get beðið tímunum saman í biðröð án þess að blikna.